Fara í efni
Íþróttir

Rúnar verður þjálfari EHV Aue um tíma

Rúnar Sigtryggsson í Þýskalandi í dag ásamt einum Rüdiger Jurke, framkvæmdastjóri EHV Aue.
Rúnar Sigtryggsson í Þýskalandi í dag ásamt einum Rüdiger Jurke, framkvæmdastjóri EHV Aue.

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá þýska 2. deildarliðinu EHV Aue og stjórnar liðinu þangað til núverandi þjálfari, sem veiktist alvarlega á dögunum, kemst til heilsu á ný. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins fyrir stundu. Rúnar þekkir vel til í herbúðum liðsins enda var hann þjálfari þess frá 2012 til 2016. 

Handboltasíðan handbolti.is greinar frá þessu. Nánar hér

Vert er að geta þess að einn leikmanna Aue er Sveinbjörn Pétursson, fyrrverandi samherji og lærisveinn Rúnars hjá Þór, Akureyri og Stjörnunni.