Fara í efni
Íþróttir

Rafræn afmælishátíð KA á sunnudaginn

Knattspyrnufélag Akureyrar er 93 ára í dag, 8. janúar. Afmælinu er iðulega fagnað fyrsta sunnudag eftir afmælisdaginn og svo verður einnig nú, en þó með öðrum hætti en venjan er – vegna Covid-19.

Í stað þess að KA bjóði félagsmönnum að gera sér glaðan dag í veislu í KA-heimilinu, verður sýndur þáttur á KA-TV á sunnudaginn, þar sem íþróttakarl og íþróttakona félagsins verða kjörin ásamt þjálfara ársins og liði ársins, auk þess sem Böggubikarinn verður afhentur.

Verðlaunahafar verða teknir tali og Ingvar Már Gíslason formaður KA flytur ávarp. „Það er því ljóst að þú vilt ekki missa af afmælisþætti félagsins á sunnudaginn og verður spennandi að sjá hverjir hreppa hnossið að þessu sinni,“ segir á heimasíðu KA.

Tekið er fram að þátturinn sé ekki í beinni útsendingu og félagið fari að sjálfsögðu eftir þeim samkomutakmörkunum sem séu í gildi.

Til hamingju með afmælið, KA-menn!

HÉR er hægt að skoða tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu KA

HÉR er hægt að skoða aðrar tilnefningar