Fara í efni
Íþróttir

Pílukast: Tveir Þórsarar urðu Íslandsmeistarar

Hrefna Sævarsdóttir, til vinstri, og Brynja Herborg Jónsdóttir urðu báðar Íslandsmeistarar - Brynja hlaut tvo meistaratitla.

Tveir Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í pílukasti um helgina, þegar keppt var í Krikket (Cricket) í glæsilegri aðstöðu píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.

Krikket er ein þriggja keppnisgreina í pílukasti, hinar eru 301 og 501. Í tveimur síðarnefndu hefja menn leik á þeim tölum og keppast við að verða fyrstir til að komast niður í núll. Í Krikket er markmiðið að vera fyrstu að loka reitunum 20, 19, 18, 17, 16, 15 og miðjunni.

Keppt var bæði í einmenningi og tvímenningi karla og kvenna. Þær Brynja Herborg Jónsdóttir og Hrefna Sævarsdóttir, báðar úr Þór, urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi  og þar urðu Þórsarar líka í öðru sæti, Guðrún Þorbjörg Þórðardóttir og Allen Zues Zeg.

Í einmenningskeppninni fagnaði Brynja Herborg líka sigri; nældi í annan Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum dögum. Í einmenningskeppninni urðu Hrefna Sævarsdóttir og Guðrún Þorbjörg Þórðardóttir í 3. - 4. sæti.

  • Minni myndin - Guðrún Þorbjörg Þórðardóttir og Allen Zues Zeg.