Fara í efni
Íþróttir

Páll Veigar semur áfram en lánaður til Magna

Páll Veigar Ingvason og Orri Hjaltalín þjálfari Þórs. Mynd af heimasíðu Þórs.
Páll Veigar Ingvason og Orri Hjaltalín þjálfari Þórs. Mynd af heimasíðu Þórs.

Miðjumaðurinn Páll Veigar Ingvarsson hefur framlengt samning við knattspyrnudeild Þórs út keppnistímabilið 2023. Hann var í kjölfarið lánaður til Magna á Grenivík og leikur með liðinu í sumar. Grenvíkingar féllu úr Lengjudeildinni í fyrra og leika í 2. deild í sumar.

Páll, sem er mjög efnilegur miðjumaður, verður tvítugur á árinu. Hann var fyrirliði 2. flokks á síðasta ári og á sex leiki að baki með meistaraflokki Þórs.