Fara í efni
Íþróttir

Óvæntur og mikilvægur sigur hjá Balingen

Óvæntur og mikilvægur sigur hjá Balingen

Odd­ur Gret­ars­son lék vel og gerði sex mörk, þar af fjögur úr víti, þegar Balingen – Weilstetten vann mjög óvæntan sigur á Magdeburg á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 13:12, bitu Oddur og félagar í skjaldarrendur í seinni hálfleik og unnu örugglega 28:26. Þegar liðlega sex mínútur var Balingen sex mörkum yfir, 28:22, og það dugði engan vegin til þótt heimamenn hafi gert fjögur síðustu mörkin.

Oddur og félagar hafa verið rétt ofan fallsætanna, þannig að stigin voru afar mikilvæg. Magdeberg er hins vegar í fjórða sæti deildarinnar.