Fara í efni
Íþróttir

ÓSVIKIN KA-GLEÐI Í DUNDALK

KA er komið í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld. KA og Dundalk gerðu þá 2:2 jafntefli á Írlandi en KA vann einvígið samanlegt 5:3.

Meðfylgjandi mynd af sigri hrósandi KA-mönnum eftir leikinn birtist á heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

KA mætir belgíska liðinu Club Brugge í þriðju umferð forkeppninnar. Brugge tapaði 1:0 fyrir AGF í Danmörku en vann fyrri leikinn 3:0 á heimavelli. Fyrri viðureign KA og Club Brugge verður í Belgíu í næstu viku, fimmtudaginn 10. ágúst og sú seinni í Reykjavík viku síðar.

Liðin sem komast áfram úr þriðju umferð komast í lokaumferð forkeppninnar, umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.