Fara í efni
Íþróttir

Opinn fundur í dag um menntastefnu bæjarins

Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Samráðsfundur um endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar verður haldinn kl. 16.30 í dag, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. „Öll sem hafa áhuga á skólamálum eru hvött til að mæta á fundinn og koma á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum um menntastefnuna og framtíðarsýn Akureyrarbæjar,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

„Nú stendur yfir endurskoðun á gildandi menntastefnu Akureyrarbæjar. Stýrihópur heldur utan um verkefnið og leggur ríka áherslu á víðtækt samráð við skólasamfélagið á fjölbreyttan hátt með fundum, viðhorfskönnunum og mati á framgangi núverandi stefnu,“ segir í tilkynningunni.

Á fundinum verður rýnt í framtíðarsýn, einkenni góðs mennta- og uppeldisstarfs, hvað er jákvætt og gott í skólastarfi í dag. „Hvað ættum við að varast og hver eru tækifærin?“ er spurt í áðurnefndri tilkynningu.

  • Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að mikilvægt sé að skrá sig til þátttöku svo hægt sé að undirbúa hópavinnu.

Hér er skráningarhlekkur á fundinn