Fara í efni
Íþróttir

Óðinn Þór á leið frá Holstebro til KA?

Óðinn Þór á leið frá Holstebro til KA?

Örvhenti hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson sem nú leikur með Team Tvis Holstebro í Danmörku er á heimleið eftir tímabilið og mun að öllum líkindum ganga til liðs við KA samkvæmt heimildum handbolta.is. 

Heimildir handbolta.is herma ennfremur að Óðni Þór hafi staðið til boða að leika áfram í Danmörku en hafi valið fremur að koma heim í sumar. Óðinn Þór er 23 ára og á að baki 14 landsleiki.

Smelltu hér til að lesa frétt handbolta.is