Fara í efni
Íþróttir

Óðinn markakóngur Olís deildarinnar

Mynd af heimasíðu KA.
Mynd af heimasíðu KA.

Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaðurinn snjalli í KA, er markakóngur Olísdeildarinnar í handbolta í vetur. Hann gerði alls 149 mörk í 21 leik. Þá gerði Óðinn einnig flest mörk allra að meðaltali í leik í deildinni – 7,1 mark. Óðinn er auk þess í liði ársins hjá HBStatz í hægra horninu. Þetta kemur fram í samantekt á heimasíðu KA.

„Þetta er annað árið í röð sem að KA á markahæsta leikmann Olísdeildar karla og ekki nóg með það að þá er Óðinn áttundi leikmaðurinn sem endar sem markakóngur efstu deildar fyrir KA. Þá átti Einar Rafn Eiðsson leikmaður KA flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í deildinni eða 4,6 talsins,“ segir í fréttinni.

Smellið hér til að sjá samantekt um alla markakóngana á KA-síðunni.