Fara í efni
Íþróttir

Óðinn kominn í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

Sundfélagið Óðinn hefur fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Það var vel við hæfi að afhenda viðurkenninguna á bakka Sundlaugar Akureyrar í fallegu veðri á miðvikudaginn!

Á myndinni eru, frá vinstri, Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, formaður Óðins, Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri ÍBA og ungir iðkendur hjá Óðni sem halda á fánanum, Magni Rafn Ragnarsson og Ísabella Jóhannsdóttir.

Til að verða fyrirmyndarfélag þarf að uppfylla ýmiskonar skilyrði sem lúta að starfsemi félags og stefnu í nokkrum málaflokkum, svo sem fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, persónuverndarmálum, menntun þjálfara og siðareglum.