Fara í efni
Íþróttir

Nökkvi kominn í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

Til fyrirmyndar! Tryggvi Jóhann Heimisson, formaður Nökkva, til hægri, og Rúnar Þór Björnsson, forve…
Til fyrirmyndar! Tryggvi Jóhann Heimisson, formaður Nökkva, til hægri, og Rúnar Þór Björnsson, forveri hans til fjölda ára, glaðir í bragði eftir að klúbbnum var veitt viðurkenningin í gær.

Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri fékk í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Nökkvi hefur lengi stefnt að þessari viðurkenningu og hún varð að veruleika þegar Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, afhenti Tryggva Jóhanni Heimissyni formanni Nökkva viðurkenninguna og fána fyrirmyndarfélaga.

Til að verða fyrirmyndarfélag þarf að uppfylla ýmiskonar skilyrði sem lúta að starfsemi félags og stefnu í nokkrum málaflokkum, svo sem fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, persónuverndarmálum, menntun þjálfara og siðareglum.

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, afhendir Tryggva Jóhanni Heimssyni, formanni Nökkva, skjal til staðfestingar viðurkenningunni.