Fara í efni
Íþróttir

Níu fingur Blika á Íslandsskildinum

Spánverjinn Rodri hjá KA fékk dauðafæri til að jafna í blálokin en hitti ekki markið. Hann trúði vart eigin augum og gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 2:1 fyrir Breiðabliki á heimavelli í toppslag Bestu deildarinnar í knattspyrnu og eftir sigurinn má með sanni segja að leikmenn Kópavogsliðsins séu komnir með níu fingur á Íslandsmeistaraskjöldinn nýja sem hampað verður í fyrsta sinn í haust. KA-menn eiga hins vegar ekki lengur möguleika á að verða Íslandsmeistarar. 

  • Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki í 1:0 á 34. mínútu, Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði úr víti á 84. mín. en ekki voru liðnar tvær mínútur þegar Jason Daði Svanþórsson tryggði gestunum sigur og öll stigin þrjú.

Breiðablik er nú komið með 57 sig, KA er með 46 eins og Víkingur sem mætir Stjörnunni á mánudaginn. Vinni Víkingar ekki þann leik fagna Kópavogsbúar Íslandsmeistaratitlinum á mánudagskvöldið. Þá verða aðeins níu stig í pottinum og munurinn 10 stig geri Víkingar jafntefli. Vinni Víkingar hins vegar leikinn verður munurinn átta stig og enn fræðilegur möguleiki á að Víkingar nái Blikum. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnu og jafnar fyrir KA á 84. mínútu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Leikmenn Breiðabliks fagna sigurmarki Jasons Daða Svanþórssonar á 86. mínútu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson