Fara í efni
Íþróttir

Mjög vel heppnað Íslandsmót – MYNDIR

Allir verðlaunahafar á mótinu ásamt forsvarsmönnum mótshaldara og Íþróttasambands fatlaðra. Kolbeinn Skagfjörð er fremst í hjólastólnum, Helga Helgadóttir stendur fimmta frá hægri í blárri treyju og Oddur Andri Hrafnsson er krjúpandi í appelsínugulri treyju. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Íslandsmót fatlaðra í boccia og borðtennis fór fram í Reykjanesbæ um helgina í umsjá Íþróttafélagsins Ness og Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Íþróttafélögin Akur og Eik á Akureyri sendu bæði keppendur á mótið sem þótti takast afar vel. 

Kolbeinn Skagfjörð úr Akri varð í þriðja sæti 1. deildar í boccia, þá varð hann annar í einstaklingskeppni í borðtennis í sitjandi flokki og í þriðja sæti í tvíliðaleik.

Helga Helgadóttir úr Eik sigraði í 2. deild í boccia og Oddur Andri Hrafnsson úr Akri sigraði í 5. deild í boccia.

Smellið hér til að sjá öll úrslit í öllum flokkum bocciakeppninnar á vef Íþróttasambands fatlaðra.

Þorgeir Baldursson var á staðnum með myndavélina og sendi Akureyri.net nokkrar myndir.

Glæsileg tilþrif! Baldvin Steinn Torfason úr Eik í bocciakeppninni.

Helga Helgadóttir úr Eik í bocciakeppninni.

Helga Helgadóttir úr Eik með gullverðlaunin eftir sigur í 2. deild í boccia.

Jón Heiðar Jónsson formaður Íþróttafélagsins Akurs.

Oddur Andri Hrafnsson úr Akri, annar frá hægri, sem sigraði í 5. deild í boccia. Lengst til vinstri er Petrína Sigurðardóttir, formaður Íþróttafélagsins Ness sem hélt mótið, við hlið hennar Björn Harðarson ÍFR og lengst til hægri Konráð Ólafur Eysteinsson, Nesi.

Allir verðlaunahafar á mótinu ásamt forsvarsmönnum mótshaldara og Íþróttasambands fatlaðra.

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm með Steinunni Maríu og Nönnu Kristínu á lokahófinu í Hljómahöllinni.

Fjölmennt lokahóf mótsins fór fram í Hljómahöllinni.