Fara í efni
Íþróttir

Mjög mikilvægur sigur KA-manna á FH-ingum

Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, brýst í gegn og skorar í kvöld. Jón Heiðar lék afar vel. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 32:27, á FH-ingum í KA-heimilinu í kvöld í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta. 

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, heimamenn þó alltaf skrefi á undan og staðan í hálfleik var 15:12. KA-menn voru ekki lengi að ná góðri forystu í seinni hálfleiknum, munurinn var orðinn sex mörk eftir 10 mínútur og mest munaði sjö mörkum – 27:20 – þegar níu mín. voru eftir.

KA er þar með komið með með 17 stig eftir jafn marga leiki og er í áttunda sæti sem fyrr. 

Óðinn Þór Ríkharðsson gerði 9 mörk í kvöld, þar af 4 úr vítum og Jón Heiðar Sigurðsson gerði 5.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.