Fara í efni
Íþróttir

Mikilvægur sigur á Val - MYNDIR

Aldís Ásta Heimisdóttir lék mjög vel í gær, bæði í sókn og vörn. Þarna virðist ókleifur varnarmúr Va…
Aldís Ásta Heimisdóttir lék mjög vel í gær, bæði í sókn og vörn. Þarna virðist ókleifur varnarmúr Vals mæta henni, þegar Aldís reyndi skot eftir aukakast - en sá hlær best sem síðast hlær! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stelpurnar í KA/Þór sigruðu Val 21:19 í næst síðustu umferð Olísdeildar Íslandsmóts kvenna í handbolta í KA-heimilinu í gær. Þær eru því sem fyrr í efsta sætinunu, jafnar Fram sem vann FH örugglega á sama tíma. KA/Þór mætir svo Fram í Reykjavík í síðustu umferð deildarkeppninnar um næstu helgi, í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.