Fara í efni
Íþróttir

Mikilvæg stig í boði er KA tekur á móti ÍBV

Jón Heiðar Sigurðsson leggur af stað í sókn eftir að Satchwell hinn færeyski varði í sigri á Haukum …
Jón Heiðar Sigurðsson leggur af stað í sókn eftir að Satchwell hinn færeyski varði í sigri á Haukum í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA tekur á móti ÍBV í Olísdeild karla í handbolta í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. KA á einn leik til góða á flest liðin en tvo á sum. Liðið er í 8. sæti en kemst upp í 5. til 6. sæti með sigri. Takmarkaður fjöldi má vera í húsinu en leikurinn verður í beinni útsendingu á KA-rásinni. Smellið hér til að horfa.