Fara í efni
Íþróttir

Meistaramótið verður með hefðbundnu sniði

Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem keppir fyrir FH, fagnar á Meistaramótinu í fyrra þar …
Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem keppir fyrir FH, fagnar á Meistaramótinu í fyrra þar sem hann vann þrenn gullverðlaun; í 100, 200 og 400 metra hlaupi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum verður með hefðbundnu sniði á Þórsvellinum á Akureyri um helgina. Mótið stendur jafnan í tvo daga en vegna slæmrar veðurspár á sunnudag ákvað stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) í gærkvöldi að aðeins yrði keppt á morgun, laugardag. Þeirri ákvörðun var síðan breytt í dag og því verður keppt báða dagana.

„Stjórn FRÍ hefur ákveðið að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ að Meistaramót Íslands sem er á Akureyri 12.-13. júni verði tveggja daga mót eins og lagt upp var með. Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í tilkynningu á heimasíðu FRÍ.

Þetta er annað árið í röð sem Meistaramót Íslands fer fram á Akureyri.