Fara í efni
Íþróttir

Markús Orri og Valur Darri skákmeistarar

Keppendur á mótinu. Sigurvegararnir með bikara; Markús Orri Óskarsson, sá stærri, og Valur Darri Ásgrímsson. Mynd af vef Skákfélags Akureyrar.

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum var háð um helgina. Mótið var fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2007, þátttakendur voru 20  og tefldu sjö atskákir á tveimur dögum.

Markús Orri Óskarsson vann öruggan sigur á mótinu með fullu húsi vinninga. Sigþór Árni Sigurgeirsson varð annar og Tobias Matharel þriðji. Efstur í barnaflokki, þeirra sem fædd eru 2012 og síðar, varð Valur Darri Ásgrímsson.

Nánar hér á vef Skákfélags Akureyrar