Fara í efni
Íþróttir

Markalaust jafntefli hjá KA og HK

Steinþór Már Auðunsson bjargaði stigi fyrir KA gegn HK í dag; varði frá Stefáni Ljubicic úr dauðafæri þegar langt var liðið á leikinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA gerði markalaust jafntefli við HK í Kópavogi í dag, í fyrstu umferð Pepsi Max deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið var innanhúss, í Kórnum þar sem allir heimaleikir HK fara fram. Þetta var 13. jafntefli KA-manna í síðustu 19 deildarleikjum.

HK-ingar byrjuðu af miklum krafti og sóttu talsvert framan af leik en KA-mönnum óx fljótlega ásmegin og voru betri. Lítið var þó um hættu upp við mörkin; Hallgrímur Mar skaut rétt framhjá HK-markinu eftir kortér og hinum megin skallaði Bjarni Gunnarsson naumlega framhjá.

KA-menn sóttu mun meira í seinni hálfleiknum en náðu ekki að skapa afgerandi hættu. HK-ingar fengu hins vegar eitt dauðafæri; lang besta færi leiksins, á 72. mínútu þegar Stefan Ljubicic komst inn í slaka sendingu Dusan Brkovic sem ætluð var Steinþóri markverði. Steinþór Stubbur var hins vegar ekki hjá því að láta skora hjá sér og varði frábærlega. 

KA var sterkara liðið í leiknum en þrátt fyrir það voru jafntefli sanngjörn úrslit. Þótt KA hafi verið meira með boltann fengu heimamenn langbesta færið.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna