Fara í efni
Íþróttir

Margir SA-strákar með íshokkílandsliði U20

U20 landslið karla í íshokkí. Mynd: ÍHÍ.

Akureyrskir hokkístrákar voru margir og áberandi í U20 landsliði Íslands í 2. deild B á heimsmeistaramótinu í íshokkí undir 20 ára. Liðið lauk keppni í gær 9-4 sigri á liði Tævan og tryggði sér þar með bronsverðlaun.

Í landsliðshópnum eru sjö leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar, auk þriggja SA-stráka sem spila erlendis um þessar mundir. Leikmenn frá SA sem eru í hópnum eru Arnar Helgi Kristjánsson, Bergþór Bjarmi Ágústsson, Birkir Einisson, Bjarmi Kristjánsson, Daníel Ryan, Ormur Karl Jónsson og Uni Steinn Blöndal Sigurðarson. Þeir þrír leikmenn sem koma upphaflega úr röðum SA, en spila erlendis eru Alex Máni Sveinsson, Helgi Þór Ívarsson og Ólafur Baldur Björgvinsson. Skautafélagið á svo að venju einnig fulltrúa í starfsliði landsliðsins, Hilmar Frey Leifsson og Margréti Ýr Prebensdóttur. 

Íslenska liðið vann Ástrala örugglega í fyrsta leik, en tapaði með eins marks mun fyrir Rúmeníu. Þriðji leikurinn var gegn heimamönnum í Serbíu þar sem Serbarnir höfðu betur, en síðan kom seiglusigur í fjórða leik gegn Belgum. Að lokum fengu Tævanar að finna fyrir markagleði íslensku strákanna.

  • Ísland - Tævan 9-4
    Mörk: Alex Máni Sveinsson 1, Arnar Helgi Kristjánsson 1, Uni Steinn Blöndal Sigurðarson 1,.
    Stoðsendingar: Arnar Helgi Kristjánsson 2, Bjarmi Kristjánsson 2, Uni Steinn Blöndal Sigurðarson 1, Ormur Karl Jónsson 1, Alex M'ani Sveinsson 1.
  • Ísland - Belgía 4-3
    Mörk: Alex Máni Sveinsson 2
    Stoðsendingar: Arnar Helgi Kristjánsson, Uni Steinn Blöndal Sigurðarson, Ormur Karl Jónsson og Alex Máni Sveinsson.
    Varin skot: Helgi Þór Ívarsson, 33.
  • Ísland - Serbía 1-5
    Mark: Arnar Helgi Kristjánsson
  • Ísland - Rúmenía 1-2
    Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson.
  • Ísland - Ástralía 6-0
    Mörk: Birkir Einisson 1, Alex Máni Sveinsson 1, Ormur Karl Jónsson 1.
    Stoðsendingar: Arnar Helgi Kristjánsson 2, Alex Máni Sveinsson 1.
    Besti leikmaður Íslands: Alex Máni Sveinsson.