Fara í efni
Íþróttir

Lokatölur: L-listinn með 3 fulltrúa – B og D 2, F, S, M og V fá 1 fulltrúa – átta nýliðar – kjörsókn 64,1%

Oddvitarnir níu voru spenntir rétt áður en fyrstu tölur voru lesnar upp. Frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir Framsókn, Heimir Örn Árnason Sjálfstæðisflokki, Brynjólfur Ingvarsson Flokki fólksins, Ásgeir Ólafsson Lie sem var í 2. sæti hjá Kattaframboðinu, Gunnar Líndal Sigurðsson L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki, Hrafndís Bára Einarsdóttir Pírati, Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lokatölur hafa verið birtar í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri. L-listinn bæjarlisti Akureyrar bætir við sig einum manni og fær þrjá, Flokkur fólksins, sem bauð fram í fyrsta skipti á Akureyri, fékk einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking misstu bæði einn mann.

Niðurstaðan er þessi:

  • L-listi 1.705 atkvæði – 18,7% 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0% – bæjarfulltrúar (var með 3)
  • Framsókn 1.550 atkvæði – 17,0% 2 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Flokkur fólksins 1.114 atkvæði –12,2% 1 bæjarfulltrúi (nýtt framboð)
  • Samfylking 1.082 atkvæði – 11,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 2)
  • Miðflokkur 716 atkvæði – 7,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)
  • Vinstri grænir 661 atkvæði – 7,2% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)
  • Kattaframboð 373 – 4,1% – enginn bæjarfulltrúi
  • Píratar 280 atkvæði – 3,1% – enginn bæjarfulltrúi

Auðir seðlar eru 282 (3,0%) og ógildir 20 (0,02%)

Á kjörskrá voru 14.688 en 9.422 kusu – 64,1%

Bæjarfulltrúarnir 11 á Akureyri verða þessir. Aðeins þrír, þeir feitletruðu, sátu í bæjarstjórninni á nýliðnu kjörtímabilinu.

  • L-listi – Gunnar Líndal Sigurðsson, Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir
  • Framsókn – Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson
  • Sjálfstæðisflokkur – Heimir Örn Árnason, Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Flokkur fólksins – Brynjólfur Ingvarsson
  • SamfylkingHilda Jana Gísladóttir
  • Miðflokkur Hlynur Jóhannsson
  • Vinstri græn – Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir