Fara í efni
Íþróttir

Leita fimm leikara fyrir Draugaslóð

Akureyrarvaka nálgast og meðal þess sem er á dagskrá eins og áður er Draugaslóð, sem sögð er órjúfanlegur hluti Akureyrarvökunnar. Vættir og hulduverur verða á sveimi við Hamarkotstún. En nú vantar nokkra drauga í verkefnið.

Draugaslóð hefur óskað eftir þátttakendum fyrir viðburðinn sem verður föstudagskvöldið 29. ágúst. Sérstaklega er leitað að einum karlmanni, eldri en fimmtugt, tveimur einstaklingum, 18 ára og eldri, og einum einstaklingi sem leikur á gítar.

Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í netfanginu draugaslod@gmail.com. Nánari upplýsingar um dagskrá Akureyrarvöku eru á www.akureyrarvaka.is