Fara í efni
Íþróttir

Leik KA og Breiðabliks frestað til 7. júní

Brynjar Ingi Bjarnason verður á ferð og flugi með landsliðinu næstu daga. Ljósmynd: Skapti Hallgríms…
Brynjar Ingi Bjarnason verður á ferð og flugi með landsliðinu næstu daga. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Leik KA og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, sem átti að vera á morgun, laugardag, hefur verið frestað vegna landsleiks Íslands og Mexíkó. Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, er í landsliðshópnum svo og Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki. Leikurinn hefur verið settur á mánudaginn 7. júní, eins og tveir aðrir sem frestað var vegna landsleiksins.