Fara í efni
Íþróttir

Langar til þig að verða knattspyrnudómari?

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands og KSÍ standa fyrir dómaranámskeiði á morgun, mánudaginn 9. maí. Kennari verður Þóroddur Hjaltalín, skráning og upplýsingar á thoroddur@ksi.is.

Um er að ræða byrjendanámskeið, það stendur í um tvær klukkustundir og aðgangur er ókeypis. Námskeiðið, sem er opið öllum sem náð hafa 15 ára aldri, hefst klukkan 19.30 í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14. Því lýkur með prófi sem veitir viðkomandi unglingadómararéttindi.

„Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 100% viðvera á námskeiðinu er skilyrði,“ segir í tilkynningu.