Fara í efni
Íþróttir

Kröfum vísað frá og KA/Þór heldur stigunum

Ásdís Guðmundsdóttir - „draugamark“ hennar gegn Stjörnunni stendur. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta í síðasta mánuði standa. Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp þann úrskurð þannig að KA/Þór hefur 16 stig í deildinni og er í efsta sæti ásamt Fram.

Samkvæmt leikskýrslu sigraði Akureyrarliðið Stjörnuna í Garðabæ, 27:26, 13. febrúar en í ljós kom um kvöldið að „draugamark“ hafi verið skráð á KA/Þór þannig að leiknum hefði í raun átt að ljúka með jafntefli. Mistökin voru starfsmanna á ritaraborði og dómaranna. Það var ekki fyrr en löngu eftir að dómarar leiksins höfðu gengið frá leikskýrslu og undirritað hana sem mistökin komu í ljós; Ívar Benediktsson ritstjóri vefmiðilsins handbolti.is vakti athygli á málinu. 

Stjórn handknattleiksdeildar Stjörn­unn­ar kærði framkvæmd leiksins og krafðist þess að úrslitin yrðu leiðrétt. Dómstóll HSÍ hafnaði, í fyrsta lagi, kröfu Stjörnunnar um að úrslitunum leiksins yrði og hins vegar að leikurinn verði endurtekinn.

Dómurinn í heild