Fara í efni
Íþróttir

Katla í 34. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum

Katla Björg Dagbjartsdóttir í Cortina. Ljósmynd: Skíðasambandið.
Katla Björg Dagbjartsdóttir í Cortina. Ljósmynd: Skíðasambandið.

Katla Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar varð í 34. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í gær. Mótið fer fram í Cortina á Ítalíu. Katla var með rásnúmer 75 og var í 41. sæti eftir fyrri umferð. Katla Björg hefur þannig bætt sig heilmikið á heimslistanum og fékk 142.96 svokölluð FIS stig  fyrir frammistöðuna í gær.

„Þetta var mjög góður dagur, [mér gekk] vonum framar,“ sagði hún í viðtali sem birtist á vef RÚV. „Það er mjög skemmtilegt að keppa á móti þeim bestu í heiminum,“ sagði hún um tilfinninga sem fylgir því að keppa á fyrsta stórmótinu á ferlinum. Katla Björg keppir í svigi á morgun, laugardag. „Það leggst mjög vel í mig, svig er mín aðalgrein ef svo má segja.“