Fara í efni
Íþróttir

Katla Björg tvöfaldur Íslandsmeistari

Katla Björg Dagbjartsdóttir sigri hrósandi á Skíðamóti Íslands á Dalvík. Ljósmynd Guðmundur Jakobsson/Skíðasamband Íslands

Katla Björg Dag­bjarts­dótt­ir úr Skíðafé­lagi Ak­ur­eyr­ar varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum; hún sigraði í svigi í gær og stórsvigi í dag. Þá varð hinn 19 ára Tobias Hansen frá Akureyri Íslandsmeistari í stórsvigi í dag en Ólafsfirðingurinn Matth­ías Krist­ins­son (Björnssonar) varð Íslands­meist­ari í svigi í gær. Keppt var á Dalvík.

Svig kvenna

  • Katla Björg Dagbjartsdóttir, Akureyri 1:29,26 mín
  • Signý Sveinbjörnsdóttir, ÍR 1:31.04
  • Harpa María Friðgeirsdóttir, Ármanni 1:31,99

Svig karla

  • Matthías Kristinsson, Ólafsfirði 1:24,76
  • Gauti Guðmundsson, KR 1:26,01
  • Magnús Finnsson, Akureyri 1:26,83

Stórsvig kvenna

  • Katla Björg Dagbjartsdóttir, Akureyri 1:58,02
  • Sonja Li Kristinsdóttir, Akureyri 1:58,46
  • Harpa María Friðgeirsdóttir, Ármanni 1:59,21

Stórsvig karla

  • Tobias Hansen, Akureyri 1:52,67
  • Matthías Kristinsson, Ólafsfirði 1:53,28
  • Gauti Guðmundsson, KR 1:54,13