Fara í efni
Íþróttir

Katla Björg keppir í svigi og stórsvigi á HM

Gauti Guðmundsson, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Jón Erik Sigurðsson. Mynd af vef Skíðasambands Íslands.

Akureyringurinn Katla Björg Dagbjartsdóttir hefur verið valin til að keppa á heimsmeistaramótinu í alpagreinum skíðaíþrótta sem fram fer í Courchevel Meribel í Frakklandi og hefst í næstu viku.

Katla Björg keppir bæði í svigi og stórsvigi ásamt tveimur öðrum Íslendingum, Gauta Guðmundssyni og Jóni Erik Sigurðssyni. Íslenski hópurinn mætir á svæðið mánudaginn 13. febrúar en fyrsti keppnisdagur er 16. febrúar. Þjálfarar í ferðinni verða Arjan Wanders, Eric Stappers og  Damjan Vesovic. Fararstjóri er Dagbjartur Halldórsson afreksstjóri SKÍ.