Fara í efni
Íþróttir

Karlalið KA í blaki komst í undanúrslit

KA-maðurinn André Collins Dos smassar gegn Þrótturum í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
KA-maðurinn André Collins Dos smassar gegn Þrótturum í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA-menn komust í undanúrslit Íslandsmóts karla í blaki í kvöld þegar þeir unnu Þróttara frá Neskaupstað 3:0 í KA-heimilinu, í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslitunum. Hrinurnar fóru 26:24, 25:18 og 25:22. Undanúrslitin hefjast á sunnudaginn, þegar KA mætir HK. Í hinni rimmunni mætast deildarmeistarar Hamars og Vestri.