Fara í efni
Íþróttir

KA þarf á sigri að halda gegn Stjörnunni í dag

KA og Stjarnan mættust síðast á Akureyri sumarið 2021, á gamla Akureyrarvellinum - Greifavellinum fyrsta. Elfar Árni Aðalsteinsson, sem hér er með boltann í leiknum, gerði fyrra mark KA í 2:1 sigri. Heimaleikur KA gegn Stjörnunni í fyrrasumar fór fram á Dalvík. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tekur á móti Stjörnunni  í dag í Bestu deild karla, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16.00. 

KA-menn eiga aðeins þrjá leiki eftir í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Að 22 leikjum loknum verður deildinni skipt í tvennt, sex efstu halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppni og þau sex neðri mætast innbyrðis, þar sem baráttan snýst um að lenda ekki í neðstu sætunum tveimur.

KA-menn eru í áttunda sæti og þurfa nauðsynleg á sigri að halda í dag til að 

Stjarnan vann öruggan sigur í fyrri leik liðanna í sumar, 4:0, á heimavelli sínum . Liðið er í fjórða sæti með 31 stig að loknum 20 leikjum og hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Verkefni KA manna í dag er því sannarlega verðugt. 

Víkingur er lang efstur í deildinni og Valur, Breiðablik og Stjarnan örugg með sæti í efri hlutanum. 

Fjögur lið berjast um hin tvö sætin í efri hlutanum

  • Stjarnan 20 leikir - 31 stig
  • FH 19 leikir - 28 stig
  • KR 20 leikir - 28 stig
  • HK 20 leikir - 24 stig
  • KA 19 leikir - 22 stig

Liðin eiga þessa leiki eftir:

  • KA - Stjarnan
  • FH - KA
  • Fylkir - KA

_ _ _ 

  • KA - Stjarnan
  • Stjarnan - Keflavík

_ _ _

  • FH - Valur
  • FH - KA
  • Breiðablik - FH

_ _ _

  • KR - Fylkir
  • ÍBV - KR

_ _ _

  • HK - ÍBV
  • Valur - HK

_ _ _

  • KR  - Fylkir
  • ÍBV - KR