Fara í efni
Íþróttir

KA strákarnir töpuðu fyrsta úrslitaleiknum

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA tapaði fyrir Hamri í Hveragerði í kvöld, fyrsta leik úrslitaeinvígis félaganna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Hamar vann 3:1. Úrslit í hrinunum: 25:21 – 25:21 23:25 – 25:20
 
Vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsbikarnum. Liðin mætast næst í KA-heimilinu miðvikudaginn 3. maí og þriðja viðureignin verður í Hveragerði laugardaginn 6. maí. Þurfi liðin að mætast oftar verður fjórði leikurinn á Akureyri þriðjudaginn 9. maí og sá fimmti í Hveragerði fimmtudaginn 11. maí.