Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar unnu og eru komnar í úrslit

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið KA komst í gærkvöldi í úrslit Íslandsmótsins í blaki með 3:0 sigri á Völsungi á Húsavík. KA-stelpurnar höfðu áður unnið Húsvíkingana 3:2 á heimavelli.

  • Úrslit hrinanna í gær: 15:25 – 22:25 – 23:25

KA mætir annað hvort Aft­ur­eld­ingu eða Álfta­nesi í úrslitum. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort og mætast í þriðja sinn á mánudagskvöldið á Álftanesi. Fyrsti úrslitaleikurinn verður tveimur dögum síðar.