Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar töpuðu úrslitaleiknum

Mynd af Facebook síðu KA.
Mynd af Facebook síðu KA.

Lið KA náði sér ekki á strik í bikarúrslitaleik kvenna í blaki í dag og tapaði 3:0 fyrir HK. Kópavogsliðið lék geysilega vel; nánast allt gekk upp hjá HK-ingum, eins og þjálfari þeirra orðaði það í viðtali í beinni útsendingu RÚV. KA-stelpurnar náðu sér hins vegar ekki á strik og voru langt frá sínu besta. Gerðu allt of mörg mistök og því fór sem fór. 

KA-stelpurnar byrjuðu vel í öllum hrinunum en það dugði engan vel til. HK vann fyrstu hrinu 25:19, næstu 25:16 og síðustu hrinu 25:14. Breiddin í HK-liðinu er mikil sem reyndist dýrmætt í dag, en hjá KA náði í raun engin að leika af eðlilegri getu.