Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar mjög auðveldlega í úrslit

Bikarmeistarar KA 2019, sem enn eru handhafar bikartitilsins.
Bikarmeistarar KA 2019, sem enn eru handhafar bikartitilsins.

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Kjörísbikarkeppni kvenna í blaki í dag, með öruggum 3:0 sigri á Völsungi í undanúrslitum. Hrinurnar fóru og 25:13, 25:16 og 25:7.

Paula Del Olmo Gomez gerði 19 stig fyrir KA, Mireia Orozco 18, Heiðbrá Björgvinsdóttir 7, Sigdís Lind Sigurðardóttir 4, Gígja Guðnadóttir 2, Jóna Margrét Arnarsdóttir 2, Ásta Lilja Harðardóttir 2 og Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir 1.

Afturelding og HK mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Úrslitaleikurinn verður á sunnudaginn og hefst klukkan 13.00. Hann verður í beinni útsendingu RÚV.