Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar komust í undanúrslitin

KA-stelpurnar komust í undanúrslitin

Kvennalið KA tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki, Kjörísbikarsins, með sigri á Þrótti frá Neskaupstað í fimm hrinu hörkuleik, 3:2.

Leikið var í KA-heimilinu og heimamenn byrjuðu prýðilega; komu sér í mjög góða stöðu með sigri í tveimur fyrstu hrinunum, 25:22 og 25:15. En Þróttarar voru ekki á því að gefast upp, þótt útlitið væri svart. Þriðja hrina var æsispennandi, gestirnir sigruðu eftir upphækkun, 27:25, gerðu sér svo lítið fyrir og unnu fjórðu hrinuna örugglega, 25:18, og jöfnuðu metin. KA-liðið var hins vegar mun betra í oddahrinunni og sigraði 15:9.

Mireia Orozco gerði 21 stig fyrir KA, Paula Del Olmo Gomez 14, Gígja Guðnadóttir 14, Jóna Margrét Arnarsdóttir 9, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir 6, Sigdís Lind Sigurðardóttir 3, Heiðbrá Björgvinsdóttir 3.

Smelltu hér til að horfa á útsendingu KA TV frá leiknum.