Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar komust í undanúrslit

KA-stelpurnar komust í undanúrslit

Kvennalið KA sigraði Þrótt frá Reykjavík örugglega, 3:0 (25:15, 25:20 og 25:20) í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki í kvöld í KA-heimilinu. KA-stelpurnar eru þar með komnar í undanúrslitin.

KA mætir Aftureldingu í undanúrslitunum og þarf tvo sigra til að komast í úrslit. Liðin mætast fyrst í Mosfellsbæ á þriðjudaginn og síðan í KA-heimilinu laugardaginn 8. maí. Komi til þriðja leiks verður hann í Mosfellsbæ 11. maí.