Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpur með níu fingur á bikarnum

Paula Del Olmo Gomez hefur leikið frábærlega með KA. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
Paula Del Olmo Gomez hefur leikið frábærlega með KA. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Kvennalið KA í blaki vann glæsilegan sigur, 3:0, á Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KA-stelpurnar unnu fyrsta leikinn líka 3:0, í KA-heimilinu á sunnudaginn og geta því fagnað meistaratitlinum með sigri í næsta leik sem verður á heimavelli eftir viku, þriðjudaginn 3. maí.

  • Úrslit í hrinunum í kvöld, Afturelding – KA 16:25, 22:25, 22:25.

KA vann mjög öruggan sigur í fyrstu hrinunni, hinar voru jafnari eins og tölurnar sýna en sigur KA mjög sanngjarn.