Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpur með annan fótinn í undanúrslit

KA vann Reykjavíkur-Þrótt 3:0 í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki í kvöld. Leikið var í Digranesi í Kópavogi.

Lokastaða deild­ar­inn­ar var reiknuð út sam­kvæmt sérstakri covid-reglu­gerð Blak­sam­bands Íslands, þar sem keppni var stöðvuð tvisvar í vet­ur og ekki reynd­ist hægt að ljúka öllum leikj­um. HK varð deild­ar­meist­ari og Aft­ur­eld­ing í öðru sæti, komast þar af leiðandi beint í undanúr­slit og mæta þar liðunum tveim­ur sem vinna ein­víg­in í þess­ari fyrstu um­ferð.

Liðin í þriðja og sjötta sæti, KA og Þrótt­ur R., mætt­ust í kvöld þar sem norðan­kon­ur höfðu bet­ur í þrem­ur hrin­um sem fyrr segir; 25:18, 25:17 og 25:18. Í kvöld léku líka á Neskaupstað, Þróttur N og Álftanes, sem urðu í fjórða og fimmta sæti, og þá viðureign unnu Þróttarar 3:0.

KA tekur á móti Þrótti R á föstudag og kemst í undanúrslit með sigri.