Fara í efni
Íþróttir

KA samþykkti tilboð sænsku meistaranna

Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum gegn Víkingi á Íslandsmótinu í sumar á Dalvík. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi í knattspyrnuliði KA, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska félagið Lecce, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.

Lecce var með fyrstu félögum sem sýndu Brynjari Inga áhuga, um tíma var þó jafnvel talið líklegra að hann færi annað því Akureyri.net veit að KA samþykkti kauptilboð frá öðru félagi – sænsku meisturunum í Malmö FF. Svíarnir virðist hafa verið með fleiri öngla í sjónum; altjent fékk Brynjar sjálfur aldrei tilboð um samning þaðan, og þegar málið dróst á langinn hófust viðræður við Lecce á ný.

Brynjar semur við Lecce