Fara í efni
Íþróttir

KA og Þór mætast í úrslitaleik í kvöld

KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jakob Snær Árnason, Þórsari. Ljósmyndir: Skapti Hallgrím…
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jakob Snær Árnason, Þórsari. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins í fótbolta, árlegu æfingamóti á vegum norðlenskra knattspyrnudómara, fer loks fram í kvöld. KA og Þór mætast á gervigrasi KA-manna og flautað verður til leiks klukkan 19.00. 

Sökum sóttvarnarreglna er aðeins mögulegt að hleypa 100 áhorfendum inn á svæðið en vert að geta þess að leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA. Smellið hér til að horfa. Aðgangseyrir er 500 krónur og rennur hann óskiptur til Bjarmahlíðar á Akureyri, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.