Fara í efni
Íþróttir

KA og KA/Þór gegn Stjörnunni í bikarnum

KA og KA/Þór gegn Stjörnunni í bikarnum

Karlalið KA mætir Stjörnunni í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta, Coca Cola bikarnum, í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á RÚV 2. Sigurvegarinn verður eitt fjögurra liða sem kemst í bikarúrslitahelgina.

Um er að ræða bikarkeppnina frá síðasta vetri, sem þá var frestað vegna Covid.

Íslandsmeistarar KA/Þórs verða einnig á ferðinni í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Garðabæ; KA/Þór, sem vann Fjölni/Fylki, 36:26, um helgina, mætir Stjörnunni annað kvöld þar sem sæti í fjögurra liða bikarúrslitahelgi verður í húfi. Leikurinn á morgun hefst klukkan 20.00 og verður einnig sýndur beint á RÚV 2.