Fara í efni
Íþróttir

KA-menn verja ekki bikarmeistaratitilinn

KA-menn verja ekki bikarmeistaratitilinn

Karlalið KA í blaki ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár. Liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 3:0, í átta liða úrslitum keppninnar í Mosfellsbæ í dag. Hrinurnar fóru 25:19, 25:20 og 25:19. Úrslitahelgin er eftir viku, þar sem kvennalið KA verður á ferðinni og freistar þess að vinna bikarinn annað árið í röð.

Smellið hér til að sjá tölfræði úr leiknum í dag.