Fara í efni
Íþróttir

KA-menn unnu Hamar og tryggðu sér oddaleik

KA-menn fagna fræknum sigri í gærkvöldi. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

KA sigraði Hamar 3:2 í gærkvöldi í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki. Leikið var í KA-heimilinu, liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort og mætast þriðja sinni til að fá úr því skorið hvort leikur til úrslita um meistaratignina við Aftureldingu sem vann Vestra í tveimur leikjum.

Leikur KA og Hamars einkenndist af gríðarlegri spennu. KA vann fyrstu hrinuna 25:23 en Hamar sneri taflinu við og vann tvær þær næstu, 25:23 og 25:19.

KA-menn voru öflugri í fjórðu hrinu og unnu 25:20 og tryggðu sér svo sigur, og einn leik til í Hveragerði, með 22:20 sigri í fimmtu og síðustu hrinu. Til að sigra í oddahrinu þarf að ná 15 stigum en munurinn verður að vera að minnsta kosti tvö stig. Hrinan var svo jöfn að úr varð maraþonbarátta, ef svo má segja, því munurinn varð ekki nægur fyrr en KA gerði 22. stigið og vann 22:20.

Stiga­hæst­ir í liði KA voru Migu­el Mateo Castrillo með 25 stig og Óscar Fer­nández Cel­is með 21.

Óscar Fer­nández Cel­is lék mjög vel í gærkvöldi og skoraði 21 stig. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason