Fara í efni
Íþróttir

KA-menn töpuðu fyrir Aftureldingu

Óðinn Þór Ríkharðsson var í stuði í Mosfellsbænum í kvöld en það dugði ekki til. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA tapaði fyrir Aftureldingu, 33:29, í Mosfellsbænum í kvöld í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Staðan í hálfleik var 17:14 fyrri heimamenn.

KA-menn eru þar með búnir með átta leiki og hafa sex stig, hafa unnið þrjá leiki en tapað fimm. 

Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 10 (6 víti), Patrekur Stefánsson 4 (1 víti), Einar Rafn Eiðsson 4, Pætur Mikkjalsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1 og Allan Nordberg 1.

Varin skot: Nicholas Satchwell 6, Bruno Bernat 3.