Fara í efni
Íþróttir

KA menn steinlágu fyrir Vestra á Ísafirði

Miguel Mateo Castrillo og hans menn í KA sóttu ekki gull í greipar Ísfirðinga í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA menn þurftu að sætta sig við stórt tap á Ísafirði í gærg, 3-0, í Unbrokendeildinni, efstu deild karla í blaki, þegar þeir sóttu lið Vestra heim.

Fyrir leikinn voru KA menn í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig en Vestri í því þriðja með 20 stig. Vestra tókst að sigra auðveldlega í fyrstu tveimur hrinunum, 25-17 og 25-15. Í þriðju hrinunni virtust KA menn loksins vakna aðeins til lífsins og náðu að halda í við lið Vestra alveg þangað til staðan var 25-25. Ekki tókst þeim þó að knúa fram stig til að halda lífi í leiknum og endaði Vestri á að vinna þriðju og síðustu hrinuna, 27-25, og 3-0 sigur Vestra manna staðreynd.

KA mætir toppliði Hamars í Hveragerði næstu helgi og er það síðasti leikur liðsins á þessu ári. Næsti heimaleikur liðsins verður ekki fyrr en 6. janúar þegar KA tekur á móti botnliði Stál-Úlfs í KA heimilinu.