Fara í efni
Íþróttir

KA-menn sóttu ekki gull í greipar Mosfellinga

Haraldur Bolli Heimisson, Dagur Gautason og félagar þeirra í KA höfðu ekki erindi sem erfiði í Mosfellsbæ í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 34:29 í Mosfellsbænum í dag í Olís deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins.

Leikurinn var jafn lengi fyrri hálfleiks en heimamenn voru sterkari á lokasprettinum og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15:12. Þeir spýttu svo enn frekar í lófana og komust mest átta mörkum yfir í seinni hálfleiknum, 26:18. Eftir það áttu KA-menn aldrei möguleika.

Mörk KA í dag: Ein­ar Rafn Eiðsson 9 (2 víti), Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son 6, Pat­rek­ur Stef­áns­son 4, Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son 3, Arn­ór Ísak Hadds­son 2, Gauti Gunn­ars­son 2, Dag­ur Gauta­son 1, Hilm­ar Bjarki Gísla­son 1, Har­ald­ur Bolli Heim­is­son 1. 

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina