Fara í efni
Íþróttir

KA-menn semja við serbneskan miðvörð

KA-menn semja við serbneskan miðvörð

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars ungverskur meistari árið 2014. þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Þar segir að Dusan eigi um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðasta keppnistímabili hafi hann tekið þátt í 25 leikjum og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi. Dusan er væntanlegur norður til Akureyrar um miðjan mánuðinn.