Fara í efni
Íþróttir

KA-menn fengu dýrmætt stig í Mosfellsbænum

Árni Bragi Eyjólfsson var enn einu sinni markahæsti leikmaður KA. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Aft­ur­eld­ing og KA gerðu jafntefli, 27:27, í æsispennandi leik í Olís­deild­inni í handbolta að Varmá í Mos­fells­bæ í dag. Liðin eru nú bæði með 20 stig, tveimur á undan Fram, þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í átta liða úrslitakeppni en KA á reyndar leik til góða á bæði Aftureldingu og Fram og gæti því komist í 22 stig og upp að hlið Selfoss í 5. til 6 sæti.

Leikurinn var í jafnvægi megnið af fyrri hálfleik en þá gerði Afturelding fjög­ur mörk röð og var þremur mörk yfir í hálfleik, 17:14. Heimamenn voru yfir nær allan seinni hálfleik, tveimur til fjórum mörkum, allt þar til KA gerði þrjú mörk í röð og jafnaði 26:26 þegar fjór­ar mín­út­ur voru eft­ir. Hvort lið gerði eitt mark enn og fengu bæði kjörin tækifæri til að bæta við en tókst ekki.

Mörk KA: Árni Bragi Eyj­ólfs­son 8 (1 víti), Pat­rek­ur Stef­áns­son 7, Áki Eg­il­s­nes 5, Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son 4, Jón Heiðar Sig­urðsson 1, Andri Snær Stef­áns­son 1, Ólaf­ur Gúst­afs­son 1.

Nicholas Satchwell varði 7/​1 skot og Bruno Bernat 1.

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.