Fara í efni
Íþróttir

KA-maður markakóngur Olís deildar 4. árið í röð

Einar Rafn Eiðsson skoraði mest allra í Olísdeildinni í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson varð markakóngur Olísdeildarinnar í handbolta í vetur; skoraði 151 mörk í 22 leikjum, 6,86 að meðaltali.

Þetta er önnur leiktíðin í röð sem Einar Rafn skorar mest allra og svo skemmtilega vill til að KA-maður hefur nú orðið markakóngur deildarinnar fjóra vetur í röð! Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði flest mörk í Olísdeildinni veturinn 2021 til 2022 og árið á undan var Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestur.

Nánar hér á handbolti.is

Úrslitakeppni efstu átta liða um Íslandsmeistaratitilinn hefst í vikunni. KA varð í áttunda sæti og mætir deildarmeisturum FH í fyrstu umferð. Liðin eigast fyrst við í Hafnarfirði á föstudaginn kl. 18.00.