Fara í efni
Íþróttir

KA-konur með níu fingur á bikarnum

Kvennalið KA í blaki sigraði Íslandsmeistara Aftureldingar 3:0 í KA-heimilinu kvöld í toppslag Íslandsmótsins. Þetta var í raun úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn þótt nokkrir leikir séu eftir, slíkir eru yfirburðir liðanna tveggja. Hvort lið hafði aðeins tapað einum leik í vetur, KA vann viðureign þeirra í Mosfells og Afturelding fyrri leik þeirra í KA-heimilinu!

Úrslit í hrinum kvöldsins urðu 25:19, 25:22, 25:21.

KA-menn urðu fyrir því áfalli að fyrirliði liðsins og lykilmaður, Gígja Guðnadóttir, meiddist á hné snemma í annarri hrinu og kom ekki meira við sögu. Óttast er að meiðslin séu slæm en það liggur þó enn ekki endanlega fyrir. Það var mikið áfall fyrir liðsfélaga Gígju að sjá á bak henni slasaðri, en stelpurnar þjöppuðu sér saman og léku áfram mjög vel. Enda sagði Paula Del Olmo Gomez sigri hrósandi í viðtali við KA TV að leik loknum: „Við gerðum þetta fyrir Gígju!“